10.11.2009 | 08:23
þetta er furðulegt
Ég er alveg hættur að skilja þetta, síðan hvenær eru 500.000 kr. hátekjur? Ég bara spyr. Þetta eru að mínu mati millitekjur og það er þessi tekju hópur sem er að berjast í því að reyna að borga af húskofunum sínum og nú ætla snillingarnir að þyngja byrðar þessa fólks sem talað hefur verið um að reyna að hjálpa í gegnum þetta.
Ég hugsa að sjálfstæðismenn séu hæstánæægðir með þetta því að næst þegar kosið verður þá eiga vinstriflokkarnir ekki séns ætli þeir sér þessa leið.
Mikil hækkun skatta í pípunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svakalega er ég með léleg laun ef 500.000 eru millitekjur, ég þarf greinilega að fara hugsa minn gang.
Ómar (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 09:14
Þetta er með ólíkindum. Ef þú ætlar að reyna að vinna þig út úr kreppunni færðu að finna fyrir því hjá ríkisstjórninni. Kúgunastefnan heldur áfram. Af hverju ekki að setja einhversskonar skattaívilnanir með tillit til námslána inn í kerfið? Þeir sem eru með þokkalegar tekjur 5-700 þús (sem er nú ekki mikið fyrir fólk með íbúð og 2-3 börn) skulda flestir nokkrar millur í námslán. Af hverju er ekki sett ákvæði um að afborgun námslána er frádráttarbær? Það yrði strax skárra? Nei þessi ríkisstjórn vill það ekki. Það eiga allir að vera jafnir, með jafnar tekjur, taka sama strætóinn, búa í sömu blokkinni og ef þú ætlar að mennta þig til að reyna að fá hærri tekjur er OKKUR AÐ MÆTA!!!
nonni (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 09:16
þú þarft þess Ómar, 500.000 eru millitekjur en ekki hátekjur.
Auðvitað þarf ríkistjórnin að leita annarra leiða heldur en að skattpína þjóðina, það er engin að segja að það sé ekki erfitt en ég er sannfærður um að það lengi bara kreppuna að hækka skatta hjá fólki sem er að reyna að berjast í gegnum þetta, það fjölgar bara fólki sem ekki getur borgað.
Björgvin Ólafur Gunnarsson, 10.11.2009 kl. 09:54
Af hverju ertu að kvarta yfir tekjuskattinum, það er virðisaukaskattsbreytingarnar sem munu svíða meira.
Tekjuskattpíningin á mann með 500þ eykst um 5440 krónur.
Jóhann, 10.11.2009 kl. 14:10
Ég bara held að þessi leið sé ekki rétt að auka skatta, hvort sem það er vsk eða tekjuskatt á almenning, frekar að taka á skattsvikum og reyna að ná peningum af þeim sem skulda samfélaginu eftir svik og pretti síðustu ára.
Björgvin Ólafur Gunnarsson, 10.11.2009 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.